Enski boltinn

Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina

Hjörvar Ólafsson skrifar
Pep Guardiola segir að allir aðrir en stuðningsmenn Manchester City vilji að Liverpool vinni enksu úrvalsdeildina. 
Pep Guardiola segir að allir aðrir en stuðningsmenn Manchester City vilji að Liverpool vinni enksu úrvalsdeildina.  Vísir/Getty

Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 

„Það er ljóst í mínum huga að öll þjóðin, sem og fjölmiðlar landsins, vilja að Liverpool verði enskur meistari. Liverpool á sess í hjarta landans vegna sögu félagsins og árangurs bæði heima fyrir og í Evrópukeppnum í gegnum tíðina,“ sagði Pep Guardiola í samtali við beIN Sports eftir sigur Manchester City gegn Newcastle United í gær. 

„Liverpool og Manchester United eru stærstu félög landsins og fá mesta athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Liverpool hefur skapað margar stórar stundir og mikla dramatík í leikjum sínum þrátt fyrir að félagið hafi einungis orðið enskur meistari einu sinni síðustu þrjá áratugi þá er liðið sögufrægt,“ sagði Spánverjinn enn fremur. 

„Stuðningur okkar stuðningsmanna var hins vegar frábær í þessum leik og við finnum vel fyrir því hversu annt þeim er um okkur. Það dugir okkur alveg og við ætlum að halda áfram baráttunni um að sækja enska meistaratitilinn fyrir þá,“ sagði knattspyrnustjórinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×