Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 12:30 Helena Ólafsdóttir með sokkinn sem hún fékk sendan sérstaklega frá Keflavík. S2 Sport Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira