Bílflauturnar gerðu sitt gagn á úrslitastund í sigri Keflavíkurkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 10:31 Samantha Leshnak Murphy varð fjórtán skot í leiknum og eitt af því var vítaspyrna í uppbótartíma. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur eru á toppnum í Bestu deild kvenna með fullt hús og hreint mark eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stelpurnar fengu þó hjálp úr óvæntri átt þegar þær fengu á sig víti í uppbótatíma leiksins. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar skoðuðu betur þátt áhorfenda í vítaklúðrinu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Blikar höfðu verið í stórsókn allan leikinn en ekki fundið leiðir fram hjá markverðinum frábæra hjá Keflavík. Áður en Natasha Anasi, fyrrum leikmaður Keflavíkur, tók vítið þá lágu nær allir bílstjórar í kringum völlinn á bílflautunni. „Mér fannst ég bara vera komin á Neskaupstað þegar ég var að horfa á leiki þar í gamla daga,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Samantha Leshnak Murphy ver hér vítið frá Natasha Moraa Anasi.S2 Sport Samantha Leshnak Murphy átti stórleik og varði vítið á glæsilegan hátt. Hún varði alls fjórtán skot frá Blikum í þessum leik. „Sjáið hvernig Keflavíkurstelpurnar bregðast við. Þær hafa fulla trú á þessu, eru allar klárar á línunni því hún sé að fara að verja þetta. Þetta kom þeim ekkert á óvart,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Talandi um bílflautu þá eru flestir sem fá svona óþægilega tilfinningu þegar þeir heyra hana. Ég elska bílflautið og ef það þarf að peppa mig eitthvað í framtíðinni þá bara nóg af bílflautum,“ sagði Margrét Lára í léttum tón. „Ég hafði samt bara haldið að Natasha hefði fengið góða tilfinningu í þessari stöðu því hún er vön úr Keflavík og úr Eyjum. Þetta truflaði hana greinilega aðeins“ sagði Margrét. „Natöshu til varnar þá er þetta ekkert skelfilega vítaspyrna. Þetta er bara ógeðslega vel varið hjá Samönthu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Það má sjá vítavörsluna og umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Vítavarsla Samönthu Leshnak Murphy Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar skoðuðu betur þátt áhorfenda í vítaklúðrinu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Blikar höfðu verið í stórsókn allan leikinn en ekki fundið leiðir fram hjá markverðinum frábæra hjá Keflavík. Áður en Natasha Anasi, fyrrum leikmaður Keflavíkur, tók vítið þá lágu nær allir bílstjórar í kringum völlinn á bílflautunni. „Mér fannst ég bara vera komin á Neskaupstað þegar ég var að horfa á leiki þar í gamla daga,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Samantha Leshnak Murphy ver hér vítið frá Natasha Moraa Anasi.S2 Sport Samantha Leshnak Murphy átti stórleik og varði vítið á glæsilegan hátt. Hún varði alls fjórtán skot frá Blikum í þessum leik. „Sjáið hvernig Keflavíkurstelpurnar bregðast við. Þær hafa fulla trú á þessu, eru allar klárar á línunni því hún sé að fara að verja þetta. Þetta kom þeim ekkert á óvart,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Talandi um bílflautu þá eru flestir sem fá svona óþægilega tilfinningu þegar þeir heyra hana. Ég elska bílflautið og ef það þarf að peppa mig eitthvað í framtíðinni þá bara nóg af bílflautum,“ sagði Margrét Lára í léttum tón. „Ég hafði samt bara haldið að Natasha hefði fengið góða tilfinningu í þessari stöðu því hún er vön úr Keflavík og úr Eyjum. Þetta truflaði hana greinilega aðeins“ sagði Margrét. „Natöshu til varnar þá er þetta ekkert skelfilega vítaspyrna. Þetta er bara ógeðslega vel varið hjá Samönthu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Það má sjá vítavörsluna og umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Vítavarsla Samönthu Leshnak Murphy
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira