„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Atli Arason skrifar 4. maí 2022 22:30 Gunnar Magnús Jónsson mætti með sokk fyrir sérfræðinga Stöðvar 2 Sport eftir leik. Vísir/Atli Arason Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira