Enski boltinn

Bournemouth tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kieffer Moore skaut Bournemouth upp í úrvalsdeildina.
Kieffer Moore skaut Bournemouth upp í úrvalsdeildina. Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images

Bournemouth vann sér inn þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 1-0 sigur gegn Nottingham Forest í kvöld.

Aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik kvöldsins, en Bournemouth sat í öðru sæti og Nottingham Forest því þriðja. Leikurinn var hluti af næst seinustu umferð tímabilsins og því ljóst að sigur myndi tryggja Bournemouth sæti í deild þeirra bestu.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði varamaðurinn Kieffer Moore á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Philip Billing.

Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Bournemouth og ljóst að liðið fylgir Fulham upp í úrvalsdeildina. Vonin um sæti í úrvalsdeildinni er þó ekki úti fyrir liðsmenn Nottingham Forest, en liðið er öruggt með sæti í fjögurra liða umspili um laust sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.