Veður

Úr­komu­svæði þokast inn á sunnan­vert landið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum.
Frá Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir að nú hlýni smám saman eftir kalda nótt þar sem var frost um nær allt land nema við suðurströndina.

Reiknað er með austlægri átt í dag, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu, hvassast syðst, en hægari norðaustantil. Úrkomusvæði þokast svo inn á sunnanvert landið með rigningu eða slyddu, en norðanlands þykknar upp. Reikna má með tveggja til átta stiga hita síðdegis.

„Austan kaldi og rigning eða slydda á morgun, en norðaustan strekkingur með slyddu og jafnvel snjókomu norðvestantil síðdegis og þar kólnar niður undir frostmark.

Á miðvikudag er síðan útlit fyrir minnkandi norðanátt. Dálítil él norðantil og stöku skúrir suðaustanlands.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands. Norðaustan 10-15 norðvestantil og snjókoma þar um kvöldið.

Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt 5-13. Dálítil él á norðanverðu landinu og smáskúrir suðaustanlands, annars skýjað en yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 10 stig að deginum, mildast syðst.

Á fimmtudag: Breytileg og síðar vestlæg átt. Rigning eða slydda austanlands, annars skúrir eða él. Svalt í veðri.

Á föstudag: Vestanátt og dálítil él, en að mestu þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig um morguninn, en hiti 0 til 5 stig síðdegis.

Á laugardag: Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðaustnátt og dálítil væta, en þurrt á Norður- og Austurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×