Enski boltinn

Tekur við austurríska landsliðinu en heldur áfram hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ralf Rangnick á eftir að stýra Manchester United í fjórum leikjum.
Ralf Rangnick á eftir að stýra Manchester United í fjórum leikjum. getty/Matthew Ashton

Ralf Rangnick hefur verið ráðinn þjálfari austurríska landsliðsins. Hann heldur samt áfram að starfa fyrir Manchester United.

Rangnick var ráðinn bráðabirgðastjóri United í lok nóvember í fyrra. Samhliða því samþykkti hann vera í ráðgjafarstarfi hjá félaginu í tvö ár.

Rangnick hefur nú samþykkt að taka við austurríska landsliðinu af Franco Foda sem hætti eftir að Austurríki mistókst að komast á HM 2022.

„Ég tek við austurríska landsliðinu eftir tímabilið en held áfram í ráðgjafarstarfi hjá Man. Utd. Ég hlakka til að hjálpa United að verða aftur að alvöru afli,“ sagði Rangnick.

Þetta er í fyrsta sinn sem Rangnick stýrir landsliði. Fyrsta verkefni hans í nýju starfi eru leikir í Þjóðadeildinni í sumar. Austurríki er í A-deild og í riðli með heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Króatíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.