The Athletic greinir frá þessu og segir að það styttist í að Liverpool staðfesti tíðindin.
EXCLUSIVE: Jurgen Klopp has today signed a contract extension to keep him at Liverpool until 2026. 54yo German manager + his closest staff were on deals to 2024 & have now prolonged them by 2 years. Official confirmation not far off @TheAthleticUK #LFC https://t.co/3KVAvtACgL
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 28, 2022
Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015 og hefur gert frábæra hluti á Anfield. Undir stjórn Þjóðverjans varð Liverpool meðal annars Evrópumeistari 2019 og Englandsmeistari 2020.
Liverpool á enn möguleika á að vinna alla fjóra stærstu titlana sem í boði eru í vetur. Rauði herinn er búinn að vinna deildabikarinn, kominn í bikarúrslit, með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og aðeins einu stigi á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool vann Villarreal með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn.