Aguero, Drogba og Scholes á meðal sex nýrra leikmanna sem vígðir eru í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 23. apríl 2022 11:46 Tilkynnt var í síðasta mánuði að Patrick Vieira og Wayne Rooney yrðu vígðir inn í frægðarhöllina og tóku þeir við verðlaunum sínum á fimmtudaginn ásamt Vincent Kompany og Ian Wright. Frá vinstri, Kompany, Vieira, Wright og Rooney ásamt Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images Sergio Aguero, Didier Drogba, Paul Scholes, Ian Wright, Peter Schmeichel og Vincent Kompany voru allir vígðir inn í frægðarhöll (e. hall of fame) ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn fimmtudag. Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira