Enski boltinn

Ronaldo þakkar Anfield fyrir stuðninginn: „Munum aldrei gleyma þessari stund“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo þakkaði stuðningmönnum Liverpool og Manchester United fyrir sýndan stuðning.
Cristiano Ronaldo þakkaði stuðningmönnum Liverpool og Manchester United fyrir sýndan stuðning. Manchester United/Manchester United via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur þakkað suðningsmönnum sem staddir voru á Anfield á stórleik Liverpool og Manchester United fyrir sýndan stuðning eftir að sonur hans lést við fæðingu á mánudaginn.

Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, áttu von á tvíburum, dreng og stúlku, en aðeins stúlkan lifði fæðinguna af.

Ronaldo fékk því frí frá stórleiknum til að vera í faðmi fjölskyldu sinnar á þessum erfiðu tímum. „Fjölskyldan er mikilvægari en nokkuð annað og Ronaldo er að styðja sína nánustu á þessum gríðarlega erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu United þegar tilkynnt var að Ronaldo yrði ekki með.

Á 7. mínútu í leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í á þriðjudag risu allir áhorfendur á Anfield á fætur og klöppuðu í mínútu til minningar um son Ronaldos sem lést við fæðingu degi áður.

Þá mátti einnig heyra stuðningsmenn Liverpool syngja lagið „You'll Never Walk Alone“ sem hefur lengi haft sterka tengingu við félagið, en átti svo sannarlega við á þessari stundu.

„Einn heimur... Ein íþrótt... Ein alheimsfjölskylda... Takk, Anfield. Ég og fjölskyla mín munum aldrei gleyma þessari stund virðingar og samúðar,“ skrifaði Ronaldo á Intagram-síðu sína.


Tengdar fréttir

Ronaldo ekki með gegn Liverpool í kvöld

Enska knattspyrnufélagið Manchester United staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki með í leiknum við Liverpool í kvöld eftir að sonur hans lést við fæðingu í gær.

Sonur Ronaldo lést í fæðingu

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo greindi frá því nú rétt í þessu að sonur hans sem átti að koma í heiminn í dag hafi ekki lifað fæðinguna af.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.