Erlent

Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins lést á tökustað kvikmyndarinnar Rust í október í fyrra. 
Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins lést á tökustað kvikmyndarinnar Rust í október í fyrra.  AP/Jae C. Hong

Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað.

Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að leikarinn Alec Baldwin hleypti af byssu við tökur á kvikmyndinni en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. 

Sjálfur taldi Baldwin að púðurskot væri í byssunni en við rannsókn kom í ljós að alvöru skotfæri væru á tökustað og í byssunni.

Að því er kemur fram í frétt BBC er sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. 

Þá kemur fram í niðurstöðu þeirra að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna.

Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og munu þeir áfrýja.


Tengdar fréttir

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×