Erlent

Fjöl­skylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gá­leysi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjölskylda Hutchins hefur kært Baldwin og fleiri aðstandendur kvikmyndarinar Rust fyrir manndráp af gáleysi.
Fjölskylda Hutchins hefur kært Baldwin og fleiri aðstandendur kvikmyndarinar Rust fyrir manndráp af gáleysi. Getty/Fred Hayes

Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin.

Baldwin varð Hutchins að bana og særði leikstjóra kvikmyndarinnar fyrir slysni eftir að hann skaut úr skammbyssu við tökur. Baldwin er einn nokkurra sem fjölskyldan kærir fyrir morð af gáleysi. 

Lögmenn fjölskyldunnar segja að Hutchins væri enn á lífi hefðu starfsmenn á tökustað ekki stytt sér leiðir. 

Kæran var lögð fram í gær í Nýju-Mexíkó fyrir hönd Matthew, eiginmanns Hutchins, og Andros sonar þeirra. Farið er fram á bætur í kærunni en þær ekki tilgreindar nánar. 

Í kærunni segir að Baldwin og aðrir starfsmenn á tökustað hafi ekki farið eftir settum reglum og öryggisstöðlum á tökustað. Þá er framleiðendum myndarinnar kennt um fyrir að hafa ekki farið eftir öryggisreglum til að flýta fyrir svo tökur myndu ekki vara enn lengur og þeir hafi hundsað athugasemdir um brot á öryggisreglum. 

Auk Baldwin eru David Halls aðstoðarleikstjóri, Hanna Gutierrez-Reed vopnavörður og Sarah Zachry yfirmaður leikmunadeildarinnar kærð af fjölskyldunni.


Tengdar fréttir

„Einhver ber ábyrgð en ég veit það er ekki ég“

„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.

Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni

Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×