Enski boltinn

Rangnick: Ég mun ekki taka ákvörðun um framtíð Ronaldo

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ronaldo hefur verið iðinn við markaskorun að undanförnu.
Ronaldo hefur verið iðinn við markaskorun að undanförnu. vísir/Getty

Ralf Rangnick segir að nýr knattspyrnustjóri Manchester United þurfi að taka ákvörðun um framtíð portúgalska markahróksins Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er markahæsti leikmaður Man Utd á yfirstandandi leiktíð en enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að Erik Ten Hag, sem mun að öllum líkindum taka við Man Utd í sumar, telji sig ekki hafa not fyrir Portúgalann sem er á þrítugasta og áttunda aldursári.

Rangnick var spurður út í þessa orðróma eftir leik Man Utd og Norwich um helgina þar sem Ronaldo gerði þrennu en Rangnick verður áfram hjá Man Utd sem tæknilegur ráðgjafi. Hann vildi hins vegar ekkert gefa upp um framhaldið.

„Það verður ekki ég sem tek þá ákvörðun. Cristiano á annað ár eftir af samningi sínum og þetta verður ákvörðun sem nýr stjóri mun taka ásamt stjórn félagsins,“ sagði Rangnick.

„Hann sýndi það gegn Norwich og gegn Tottenham að hann getur enn gert gæfumuninn. Það er engin tilviljun að hann er mesti markaskorarinn í fótboltasögunni,“ sagði Rangnick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×