Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Atli Arason skrifar 12. apríl 2022 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira