Á vef Veðurstofunnar segir að það hiti verði á bilinu núll til tíu stig yfir daginn, mildast suðvestanlands. „Fremur hlýtt á sunnanverðu landinu, en kringum frostmark norðan til.
Væta með köflum á sunnanverðu landinu á morgun, en annars þurrt og hlýnar heldur. Suðaustanstrekkingur og rigning með köflum á miðvikudag, en þurrt norðaustan til og fremur hlýtt í veðri.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-18 allra syðst. Víða bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar væta með suður- og austurströndinni. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag og föstudag: Sunnan og suðaustan 10-18 m/s með rigningu eða súld, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast nyrst.
Á laugardag: Sunnan og síðar suðvestanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á sunnudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og skýjað með köflum, en smá vætu sunnan- og vestantil. Kólnar í veðri á vestanverðu landinu.
Á mánudag: Líklega fremur hæg norðlæg átt og stöku él fyrir norðan, en bjart með köflum syðra. Fremur svalt í veðri.