Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 7. apríl 2022 22:50 Z er orðið að tákni innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/ROMAN PILIPEY Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira