Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. apríl 2022 20:55 Úkraínskur hermaður á æfingu með Javelin-eldflaug í fyrra. Getty/Anatolii Stepanov Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira