Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Tomas Soucek reynir að tala sínu máli en Mike Dean vildi ekki hlusta á hann eða fara í Varsjána. EPA-EFE/Adam Davy Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira