Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. apríl 2022 22:25 Úkraínskur hermaður gengur yfir rússneskan skriðdreka sem yfirgefinn var í Andriivka, norður af Kænugarði. AP/Vadim Ghirda Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira