Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. apríl 2022 22:25 Úkraínskur hermaður gengur yfir rússneskan skriðdreka sem yfirgefinn var í Andriivka, norður af Kænugarði. AP/Vadim Ghirda Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira