Enski boltinn

Unglingur dæmdur í fangelsi fyrir að beita Rashford kynþáttaníði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford svekktur eftir að hafa brugðist bogalistin á vítapunktinum í úrslitaleik EM í fyrra.
Marcus Rashford svekktur eftir að hafa brugðist bogalistin á vítapunktinum í úrslitaleik EM í fyrra. getty/GES-Sportfoto

Nítján maður hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi fyrir að beita Marcus Rashford kynþáttaníði á Twitter eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta í fyrra.

Rashford klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni líkt og Jadon Sancho og Buyako Saka. Ítalir unnu vítakeppnina, 3-2, og í kjölfarið urðu þremenningarnir fyrir rasisma á samfélagsmiðlum.

Nú er búið að dæma einn af rasistunum, Justin Lee Price, í sex vikna fangelsi fyrir að beita Rashford kynþáttaníði.

Price reyndi fyrst að hylja slóð sína með því að breyta notendanafninu sínu á Twitter. Það hjálpaði honum ekki mikið og hann var kallaður til yfirheyrslu. Fyrst neitaði Price sök en sá svo að sér og gekkst við broti sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×