Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2022 17:00 Úkraínskir hermenn skoða hertekinn rússneskan skriðdreka í Trostsyanets. AP Photo/Efrem Lukatsky Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira