„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2022 20:32 Biden og Pútín hittust á leiðtogafundi í Genf í Sviss síðasta sumar. Síðan þá hefur sambandi Bandaríkjanna og Rússlands hrakað mikið, þó ekki hafi samskiptin verið upp á sitt besta fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Kremlin Press Office/Anadolu Agency via Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022 Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Biden flutti ávarp fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, nú í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hann teldi ekki að rússneskur almenningur væri óvinveittur Bandaríkjunum eða öðrum bandamönnum Úkraínu í stríðinu. „Ég neit að trúa því að þið fagnið morðum á saklausum börnum, ömmum og öfum. Eða að þið samþykkið að spítalar, skólar og fæðingardeildir séu sprengd í loft upp af rússneskum sprengjum. Eða að borgir séu umkringdar svo borgarar geti ekki flúið, þeim neitað um vistir og reynt sé að svelta Úkraínumenn til hlýðni.“ Sagði hann þá að milljónir manna hefðu verið reknar á vergang vegna innrásar Rússa, þar af helmingur allra barna í Úkraínu. „Þetta er ekki verk mikillar og góðrar þjóðar.“ Í lok ræðu sinnar vék Biden þá stuttlega að kollega sínum í austri, Vladímir Pútín. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Segja þetta ekki koma Biden við Viðbrögð við ummælum forsetans hafa þegar borist víða að, meðal annars frá Kreml. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi einfaldlega sagt að það væri ekki undir Joe Biden komið að ákveða hver færi með völd í Rússlandi. „Forseti Rússlands er kjörinn af Rússum.“ Þá hafa viðbrögð frá Hvíta húsinu einnig litið dagsins ljós, en ljóst er að þeim er ætlað að draga úr þunga yfirlýsingar Bidens. BBC hefur eftir embættismanni innan Hvíta hússins að forsetinn hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Bent hefur verið á að ummæli Bidens kynnu að styrkja málflutning Pútíns sjálfs, sem löngum hafi talað á þeim nótum að Bandaríkin og fleiri vesturlönd vildu hann af valdastóli í Moskvu. Nú geti hann einfaldlega vísað til orða Bidens um þær áhyggjur sínar. Putin long believed the U.S. wanted him out of power.Now, he has a quote by the president of the United States affirming that concern.— Alex Ward (@alexbward) March 26, 2022
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Joe Biden Vladimír Pútín Tengdar fréttir Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29 Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01 Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Borgarstjóranum sleppt eftir mótmæli úkraínsks almennings Rússneski herinn hefur sleppt borgarstjóra úkraínsku borgarinnar Slavútítsj, skammt frá Tjernóbyl í norðurhluta Úkraínu, eftir kröftug mótmæli íbúa. 26. mars 2022 19:29
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. 26. mars 2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. 26. mars 2022 15:01
Vaktin: Íbúar Chernihiv komast hvergi undan árásunum Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. 26. mars 2022 07:20