Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 11:43 Joe Biden forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands stinga saman nefjum í upphafi leiðtogafundar NATO í morgun. Á milli Bidens og Macrons má sjá glitta í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. AP/Brendan Smialowski Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31