Veður

Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til tíu stig.
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til tíu stig. Vísir/Vilhelm

Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir hádegi snúist í norðlæga átt og kólni talsvert með dálitlum éljum, en þá verði yfirleitt hægur vindur og úrkomulítið sunnantil á landinu. Á Vestfjörðum kólnar þó heldur fyrr, þar verður komin norðanátt og éljagangur fyrir hádegi.

„Í nótt ganga svo næstu skil inn á landið. Austan og suðaustan 10-18 m/s í fyrramálið og víða snjókoma eða slydda, en hægari vindur um landið austanvert. Vægt frost víðast hvar. Þegar líður á morguninn hlýnar á suðvesturhluta landsins með rigningu, og annað kvöld og aðra nótt hlánar einnig í öðrum landshlutum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan og austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda, en hægari og úrkomuminna á NA- og A-landi. Frost 0 til 6 stig, en hlýnar SV-til á landinu með rigningu þegar líður á morguninn.

Á laugardag: Suðvestan og sunnan 8-15 og rigning eða súld, en úrkomulítið um landið NA-vert. Hiti 3 til 10 stig. Hægari breytileg átt síðdegis og kólnar N-lands með dálítilli slyddu eða snjókomu.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum á N- og A-verðu landinu með hita um og undir frostmarki. Lítilsháttar væta S- og SV-til með hita 3 til 8 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt. Stöku él N- og A-lands með vægu frosti, en dálítil rigning eða slydda með köflum á S- og V-landi með hita 0 til 6 stig.

Á miðvikudag: Suðaustlæg átt og bjart með köflum, en stöku él um landið V-vert. Hiti í kringum frostmark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×