Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja færa undanúrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 07:02 Undanúrslit FA-bikarsins eiga að fara fram á Wembley. Blom UK via Getty Images Borgarstjórar Liverpool og Manchester vilja að undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verði færður af Wembley. Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Leikurinn verður spilaður helgina 16.-17. apríl, en vegna viðhalds munu engar lestir ganga á milli London og borganna tveggja dagana 15.-18. apríl. Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, og Steve Rotheram, borgarstjóri Liverpool, segja báðir að leikurinn verði að fara fram á velli sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn liðanna. „Án skjótra og beinna lestarferða hafa margir stuðningsmenn ekki annarra kosta völ en að keyra, fljúga, eða bóka gistingu,“ segir í sameiginlegu bréfi Burnhams og Rotherams til enska knattspyrnusambandsins. „Þegar við tökum inn í myndina hækkandi olíuverð er ljóst að stuðningsmenn beggja liða standa frammi fyrir óhóflegum kostnaði og óþægindum - og það er áður en við horfum á þau umhverfislegu áhrif sem verða.“ Í bréfinu taka þeir kollegar einnig fram að þetta sé beint öryggismál þar sem þúsundir stuðningsmanna muni bætast við þá þungu umferð sem fylgir páskahátíðinni. „Eitt slys gæti orðið til þess að öll umferð á þjóðveginum yrði stopp sem gæti leitt til þess að stuðningsmenn missa af upphafsspynu leiksins.“ Enska knattspyrnusambandið vissi af viðhaldsvinnunni Eins og borgarstjórarnir tveir skilja málið þá var búið að skipuleggja þessar dagsetningar fyrir viðhald á lestarkerfinu árið 2019 og enska knattspyrnusambandið var sérstaklega látið vita af því seinasta haust. „Seinasta ár höfum við margoft heyrt slagorðið: Fótbolti er ekkert án áhorfenda. Ef ákvörðunin um að halda leikinn á Wembley stendur og fólk lendir í því að eiga ekki efni á því að koma á leikinn, eða kemst ekki af öðrum ástæðum, verða þessi orð merkingarlaus í eyrum margra.“ „Við teljum að augljósasta lausnin sé að færa leikinn á völl sem er aðgengilegri fyrir stuðningsmenn og við bjóðum fram aðstoð okkar til að láta það gerast,“ sagði að lokum í bréfinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign Chelsea og Crystal Palace en þar sem þau lið eru bæði staðsett í London ætti staðsetning Wembley ekki að hafa áhrif á ferðalög þeirra stuðningsmanna.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira