Veður

Slydda og rigning sunnan­til en þurrt fyrir norðan

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan fyrir ráð fyrir að það hlýni í veðri, og hiti verði á bilinu tvö til átta stig seinnipartinn.
Veðurstofan fyrir ráð fyrir að það hlýni í veðri, og hiti verði á bilinu tvö til átta stig seinnipartinn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austlægri átt í dag með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu, en þurrt fram eftir degi fyrir norðan.

Síðan má reikna með dálítilli snjókomu eða slyddu norðantil, en hvessir talsvert og snjóar norðvestan til undir kvöld. Hlýnar í veðri, hiti tvö til átta stig seinnipartinn.

„Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með snjókomu norðvestan til á morgun og hita nærri frostmarki þar, en annar suðlæg átt og rigning með köflum og fremur hlýtt. Styttir víða upp á miðvikudag, en kólnar fyrir norðan. Síðan útlit fyrir áframhaldandi lægðagang með tilheyrandi úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veður.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s NV-til og með N-ströndinni, annars suðlæg átt, 5-13. Snjókoma eða slydda um landið N-vert með hita nærri frostmarki, en rigning með köflum S-lands og hiti 2 til 7 stig.

Á miðvikudag: Austan og suðaustan 3-10 m/s og stöku skúrir eða él og hiti nærri frostmarki. Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu S- og V-til um kvöldið og hlýnar.

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en þurrt að kalla á NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag: Stíf suðlæg átt og rigning, en austlægari og slydda eða snjókoma fyrir norðan framan af degi. Hlýnandi veður.

Á laugardag og sunnudag: Sunnan- og suðvestanstrekkingur og vætusamt, en úrkomulítið um landið A-vert. Hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×