Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 23:53 Rússneskir hermenn fyrir utan Maríupól í vikunni. Getty/Anadolu Agency Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. Rússar segja ástandið í borginni sem þeir hafa setið um í rúmar þrjár vikur og gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á vera hörmulegt en saka Úkraínumenn sjálfa um að hafa valdið því. Óhætt er að segja að margar fullyrðingar í yfirlýsingu ráðuneytisins séu ósannar og jafnvel undarlegar. Í einni fullyrðingunni segir að her Úkraínu haldi fjórum og hálfri milljón manna í gíslingu í Kænugarði, Kharkív og öðrum borgum. Ráðuneytið sakar Úkraínumenn til að mynda um að hafa sjálfir sprengt upp leikskóla, tvo skóla, sjúkrahús og leikhús. Rússar hafa áður sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á þessum árásum, sem þeir eru sjálfir sakaðir um. Ráðamenn Rússlands hefur verið margsaga um árásina á sjúkrahúsið en áður en Úkraínumenn voru sjálfir sakaðir um að hafa sprengt það upp sagði utanríkisráðuneytið að nasistar hefðu verið í sjúkrahúsinu og þess vegna hefðu Rússar gert loftárás á það. Rússar hafa einnig logið um að árásin hafi verið sviðsett og að um leikara hafi verið að ræða. Í yfirlýsingunni segir að allir þeir sem leggi niður vopn muni fá að fara til vesturs á yfirráðasvæði yfirvalda í Kænugarði. Fólk í borginni megi ráða hvort það fari til vesturs eða austurs til Rússlands. Vert er að benda á að embættismenn í Maríupól hafa sakað Rússa um að ræna fólki frá Maríupól og flytja þau til Rússlands gegn vilja þeirra. Harðir bardagar hafa geysað á götum Maríupól undanfarna daga. Hér má sjá myndband af þeim bardögum sem birt var í morgun. Það sýnir úkraínska hermenn verjast sókn Rússa. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að „þjóðernissinnar“ og „glæpamenn“ hafi meinað almenningi að yfirgefa borgina. Reuters vitnar í blaðamannafund í kvöld þar sem rússneskur herforingi sakaði áðurnefnda hópa, auk „nasista“ að hafa framið fjöldamorð í Maríupól, án þess þó að færa fyrir því nokkrar sannanir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að umsátrið um Maríupól væri grimmilegur stríðsglæpur og heimurinn muni minnast ódæða Rússa þar í margar aldir. Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu í dag við fólk sem tókst að flýja frá Maríupól en þau segja borgina hafa svo gott sem verið jafnaða við jörðu. Lík hafi verið á víð og dreif og fólk hafi þurft að bræða snjó til að verða sér út um drykkjarvatn. Þau hafi sömuleiðis verið án rafmagns og samskipta við umheiminn. Fólkið segir sömuleiðis að rússneskir hermenn hafi lagt til að þau færu til Rússlands eða Krímskaga í stað þess að flýja vestur. Það hafi þeim þótt fáránlegt og sérstaklega í ljósi þess að Rússar hafi varpað sprengjum á þau í nokkrar vikur og sprengt upp áðurnefnt leikhús og skóla þar sem fjöldi fólks og þar á meðal börn höfðu leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ungt fólk streymir frá Rússlandi Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu. 20. mars 2022 15:44 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Rússar segja ástandið í borginni sem þeir hafa setið um í rúmar þrjár vikur og gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á vera hörmulegt en saka Úkraínumenn sjálfa um að hafa valdið því. Óhætt er að segja að margar fullyrðingar í yfirlýsingu ráðuneytisins séu ósannar og jafnvel undarlegar. Í einni fullyrðingunni segir að her Úkraínu haldi fjórum og hálfri milljón manna í gíslingu í Kænugarði, Kharkív og öðrum borgum. Ráðuneytið sakar Úkraínumenn til að mynda um að hafa sjálfir sprengt upp leikskóla, tvo skóla, sjúkrahús og leikhús. Rússar hafa áður sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á þessum árásum, sem þeir eru sjálfir sakaðir um. Ráðamenn Rússlands hefur verið margsaga um árásina á sjúkrahúsið en áður en Úkraínumenn voru sjálfir sakaðir um að hafa sprengt það upp sagði utanríkisráðuneytið að nasistar hefðu verið í sjúkrahúsinu og þess vegna hefðu Rússar gert loftárás á það. Rússar hafa einnig logið um að árásin hafi verið sviðsett og að um leikara hafi verið að ræða. Í yfirlýsingunni segir að allir þeir sem leggi niður vopn muni fá að fara til vesturs á yfirráðasvæði yfirvalda í Kænugarði. Fólk í borginni megi ráða hvort það fari til vesturs eða austurs til Rússlands. Vert er að benda á að embættismenn í Maríupól hafa sakað Rússa um að ræna fólki frá Maríupól og flytja þau til Rússlands gegn vilja þeirra. Harðir bardagar hafa geysað á götum Maríupól undanfarna daga. Hér má sjá myndband af þeim bardögum sem birt var í morgun. Það sýnir úkraínska hermenn verjast sókn Rússa. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að „þjóðernissinnar“ og „glæpamenn“ hafi meinað almenningi að yfirgefa borgina. Reuters vitnar í blaðamannafund í kvöld þar sem rússneskur herforingi sakaði áðurnefnda hópa, auk „nasista“ að hafa framið fjöldamorð í Maríupól, án þess þó að færa fyrir því nokkrar sannanir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að umsátrið um Maríupól væri grimmilegur stríðsglæpur og heimurinn muni minnast ódæða Rússa þar í margar aldir. Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu í dag við fólk sem tókst að flýja frá Maríupól en þau segja borgina hafa svo gott sem verið jafnaða við jörðu. Lík hafi verið á víð og dreif og fólk hafi þurft að bræða snjó til að verða sér út um drykkjarvatn. Þau hafi sömuleiðis verið án rafmagns og samskipta við umheiminn. Fólkið segir sömuleiðis að rússneskir hermenn hafi lagt til að þau færu til Rússlands eða Krímskaga í stað þess að flýja vestur. Það hafi þeim þótt fáránlegt og sérstaklega í ljósi þess að Rússar hafi varpað sprengjum á þau í nokkrar vikur og sprengt upp áðurnefnt leikhús og skóla þar sem fjöldi fólks og þar á meðal börn höfðu leitað sér skjóls frá sprengjuregninu. Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ungt fólk streymir frá Rússlandi Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu. 20. mars 2022 15:44 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Ungt fólk streymir frá Rússlandi Ungt fólk streymir frá Rússlandi í tuga þúsunda tali. Stór hluti þessa hóps er menntaður og hefur unnið í tæknigeira Rússlands. Mörg þeirra hafa farið til Armeníu. 20. mars 2022 15:44
Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30