Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. mars 2022 23:31 Kirkja í Mariupol sem skemmdist en stendur þó enn eftir sprengjuárásir Rússa á borgina. AP/Evgeniy Maloletka Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Vadím Bojtsjenkó, borgarstjóra Mariupol, að fjöldi fólks sé enn fastur í kjallara leikhúss sem Rússar gerðu stórskotaliðsárás á nú á dögunum. Fólkið var statt inni í húsinu til þess að leita skjóls frá árásum Rússa. Erfiðlega gangi að koma fólki þaðan út, þar sem björgunarfólk geti aðeins athafnað sig í stuttan tíma í senn, þegar átökin standa ekki sem hæst. Þau 300.000 sem nú eru í borginni eygja litla von um að komast frá borginni. Rússneskar hersveitir sitja um hana og borgin er án gass, vatns og rafmagns. Rússar hafa þá ráðist á spítala í borginni, kirkju og fjölda íbúðabygginga. Eyðileggingin er slík að yfirvöld í borginni áætla að um 80 prósent íbúðabygginga í borginni hafi orðið fyrir tjóni eða eyðilagst með öllu. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum mánuði síðan er Mariupol sú borg þar sem hvað mest átök hafa geisað. Staðsetning borgarinnar er talin mikilvæg í augum Rússa, þar sem hún liggur á milli Krímskaga í norðri annars vegar, og Luhansk og Donetsk í austri hins vegar. Síðarnefndu svæðin eru svæði þar sem uppreisnarmenn, studdir af Rússum, hafa stjórn. Rússar lýstu því yfir fyrir innrásina að þeir viðurkenndu sjálfstæði ríkjanna tveggja, sem er nokkuð sem nánast allt alþjóðasamfélagið hefur lýst sem broti á alþjóðalögum. Loftmyndir sýna greinilega þá miklu eyðileggingu sem árásir Rússa á Mariupol hafa valdið. Fyrir miðju er leikhúsið sem sprengt var á miðvikudag, en áætlað er að um 1.300 manns sitji föst í rústum þess og björgunarstarf gengur afar erfiðlega vegna nánast stanslausra átaka.Maxar Technologies/AP Stanslausar árásir Erfitt er að ná sambandi við fólk í Mariupol, þar sem símkerfi hennar virðist aðeins vera virkt í nokkrar klukkustundir á degi hverjum. Borgarbúar verja mestum tíma sínum í neðanjarðarbyrgjum og skýlum, þar sem loft- og stórskotaliðsárásum Rússa á borgina er lýst sem nánast linnulausum. Borgarstjórinn hefur þá sagt að lítið sem ekkert sé eftir af miðbæ Mariupol og aðeins lítill hluti borgarinnar beri þess ekki merki að um hana sé setið og þar geisi stríð. Líkt og áður sagði hefur reynst erfitt að bjarga fólki úr rústum leikhússins sem sprengt var á miðvikudag. Talið er að um 130 manns hafi komist þaðan út þegar þetta er skrifað, en 1.300 manns séu enn föst inni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í myndbandsávarpi í dag að hluti þeirra sem tekist hefði að bjarga úr rústum leikhússins væri alvarlega slasaður. Hins vegar hefðu engar fregnir um dauðsföll úr hópi þeirra borist. Saka Rússa um stríðsglæpi Selenskí forseti hefur sakað Rússa um stríðsglæpi, þar sem þeir hleypi ekki nauðsynlegum hjálpargögnum inn í þær borgir sem þeir sitja um. „Þetta er fullkomlega með vilja gert,“ segir hann. Vólódímír Selenskí, forseti ÚkraínuAP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Mariupol áætla að um 2.500 manns hafi látist í borginni frá því stríðið hófst, en setja þann fyrirvara á að líklega sé raunveruleg tala látinna hærri. Fjölmiðlar hafa greint frá því að víða um borgina liggi líkamsleifar þeirra sem hafi látist, þar sem of áhættusamt sé að sækja lík þeirra. Þá hafi margir verið grafnir í fjöldagröfum. Bojtsjenkó borgarstjóri segir að á síðustu fimm dögum hafi 40.000 manns komist úr borginni og að 20.000 í viðbót biðu þess að fara þaðan, í gegnum þar til gerðar flóttaleiðir (e. humanitarian corridors). Rússar hafi hins vegar ekki virt flóttaleiðir sem komið hafi verið upp fyrir almenna borgara, og því reyni margir að fara upp á eigin spýtur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Vadím Bojtsjenkó, borgarstjóra Mariupol, að fjöldi fólks sé enn fastur í kjallara leikhúss sem Rússar gerðu stórskotaliðsárás á nú á dögunum. Fólkið var statt inni í húsinu til þess að leita skjóls frá árásum Rússa. Erfiðlega gangi að koma fólki þaðan út, þar sem björgunarfólk geti aðeins athafnað sig í stuttan tíma í senn, þegar átökin standa ekki sem hæst. Þau 300.000 sem nú eru í borginni eygja litla von um að komast frá borginni. Rússneskar hersveitir sitja um hana og borgin er án gass, vatns og rafmagns. Rússar hafa þá ráðist á spítala í borginni, kirkju og fjölda íbúðabygginga. Eyðileggingin er slík að yfirvöld í borginni áætla að um 80 prósent íbúðabygginga í borginni hafi orðið fyrir tjóni eða eyðilagst með öllu. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum mánuði síðan er Mariupol sú borg þar sem hvað mest átök hafa geisað. Staðsetning borgarinnar er talin mikilvæg í augum Rússa, þar sem hún liggur á milli Krímskaga í norðri annars vegar, og Luhansk og Donetsk í austri hins vegar. Síðarnefndu svæðin eru svæði þar sem uppreisnarmenn, studdir af Rússum, hafa stjórn. Rússar lýstu því yfir fyrir innrásina að þeir viðurkenndu sjálfstæði ríkjanna tveggja, sem er nokkuð sem nánast allt alþjóðasamfélagið hefur lýst sem broti á alþjóðalögum. Loftmyndir sýna greinilega þá miklu eyðileggingu sem árásir Rússa á Mariupol hafa valdið. Fyrir miðju er leikhúsið sem sprengt var á miðvikudag, en áætlað er að um 1.300 manns sitji föst í rústum þess og björgunarstarf gengur afar erfiðlega vegna nánast stanslausra átaka.Maxar Technologies/AP Stanslausar árásir Erfitt er að ná sambandi við fólk í Mariupol, þar sem símkerfi hennar virðist aðeins vera virkt í nokkrar klukkustundir á degi hverjum. Borgarbúar verja mestum tíma sínum í neðanjarðarbyrgjum og skýlum, þar sem loft- og stórskotaliðsárásum Rússa á borgina er lýst sem nánast linnulausum. Borgarstjórinn hefur þá sagt að lítið sem ekkert sé eftir af miðbæ Mariupol og aðeins lítill hluti borgarinnar beri þess ekki merki að um hana sé setið og þar geisi stríð. Líkt og áður sagði hefur reynst erfitt að bjarga fólki úr rústum leikhússins sem sprengt var á miðvikudag. Talið er að um 130 manns hafi komist þaðan út þegar þetta er skrifað, en 1.300 manns séu enn föst inni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í myndbandsávarpi í dag að hluti þeirra sem tekist hefði að bjarga úr rústum leikhússins væri alvarlega slasaður. Hins vegar hefðu engar fregnir um dauðsföll úr hópi þeirra borist. Saka Rússa um stríðsglæpi Selenskí forseti hefur sakað Rússa um stríðsglæpi, þar sem þeir hleypi ekki nauðsynlegum hjálpargögnum inn í þær borgir sem þeir sitja um. „Þetta er fullkomlega með vilja gert,“ segir hann. Vólódímír Selenskí, forseti ÚkraínuAP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Mariupol áætla að um 2.500 manns hafi látist í borginni frá því stríðið hófst, en setja þann fyrirvara á að líklega sé raunveruleg tala látinna hærri. Fjölmiðlar hafa greint frá því að víða um borgina liggi líkamsleifar þeirra sem hafi látist, þar sem of áhættusamt sé að sækja lík þeirra. Þá hafi margir verið grafnir í fjöldagröfum. Bojtsjenkó borgarstjóri segir að á síðustu fimm dögum hafi 40.000 manns komist úr borginni og að 20.000 í viðbót biðu þess að fara þaðan, í gegnum þar til gerðar flóttaleiðir (e. humanitarian corridors). Rússar hafi hins vegar ekki virt flóttaleiðir sem komið hafi verið upp fyrir almenna borgara, og því reyni margir að fara upp á eigin spýtur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41