Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 11. mars 2022 06:49 Almennir borgarar í Kænugarði hafa grafið skotgrafir í undirbúningi fyrir væntanlega komu herliðs Rússa til borgarinnar. Anadolu Agency/Getty Images) Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira