Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. mars 2022 21:20 Úkraínskur sjálfboðaliði virðir fyrir sér lík rússnesks manns nærri Kharkív. AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira