Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 20:01 Fólk bíður eftir að komast út úr Kænugarði. AP Photo/Vadim Ghirda Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. Ekkert lát er á straumi flóttafólks til nágrannaríkja Úkraínu í vestri og nú er talið að fjöldinn sé orðinn um 2,2 milljónir manna. Þá eru milljónir manna ýmist króaðar af í kjöllurum í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu við afar þröngan kost eða á faraldsfæti. Ástandið er einna verst í Mariupol í suðausturhluta Úktaínu þar sem börn, konur og gamalmenni hafa hafst við dögum saman og nú segir borgarstjórinn þar að matarbirgðir verði á þrotum eftir þrjá daga. Fullorðnir og börn féllu í árás á sjúkrahús Frá klukkan sjö í morgun til sjö í kvöld átti að ríkja vopnahlé á ákveðum leiðum frá um tíu borgum og bæjum þannig að hægt yrði að koma óbreyttum borgurum frá átakasvæðum. Slíkar tilraunir hafa margoft runnið út í sandinn í Mariupol þar sem borgarstjórinn segir lík liggja á víð og dreif á götum. Fólk reynir samt að bjarga sér við þessar ótrúlegu aðstæður. Nú síðdegis fordæmdi Zelenskyy Úkraínuforseti á Twitter sprengjuárás Rússa á fæðingarsjúkrahús í Maríupol og birti myndir þaðan. Sjúkrahúsið er nánast í rúst eftir árásina. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en forsetinn segir fullorðna og börn grafin í rústunum. Fólk flýr Irpin. AP Photo/Felipe Dana Aleksey Berntsev formaður Rauða krossins í Mariupol segir borgina lamaða. „Það er enginn húshitun, rafmagn, vatn, gas eða samband. Með öðrum orðum það virkar ekkert, engin heimilistæki. Vatni er safnað af þökum þegar það rignir," segir Berntsev. Rauða krossliðar heimsóttu meðal annars konur og börn sem voru í stórum hópi í kjallara og spurðu um helstu nauðsynjar. Þar var þeim sagt að öldruð kona þyrfti á hjartalyfjunum sínum að halda og börnin þyrftu að fá lyf við niðurgangi. Flýja með gamalmenni í innkaupakerrum Ástandið er einnig mjög slæmt í fjölmörgum borgum eins og Kharkiv og bæjarfélögum og úthverfum norður af Kænugarði. Gífurlega fjölmennar og þungvopnaðar rússneskar hersveitir nálgast höfuðborgina úr norðri og aðrar úr austri. Íbúar Irpin þar sem rúmlega sextíu þúsund manns búa flúðu fótgangandi í átt til Kænugarðs í dag. Þar voru aðallega konur, börn og gamalmenni á ferð sem nutu aðstoðar úkraínskra hermanna. Hermenn sáust hlaupandi með ungabörn og gamlar konur og karlar voru keyrð áfram í innkaupakerrum eða yngri menn báru þau á bakinu. Þar mátti einnig sjá einstaka gæludýr sem fólk greip með sér áflóttanum. Einn kattareigandinn horfði til himins og sagði: „Þeir ættu að loka lofthelginni svo við getum barist við Pútín.“ Öldruðum hefur verið hent í innkaupakerrur svo hægt sé að flýja með þá. AP Photo/Vadim Ghirda „Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði“ Þar stendur hnífurinn í kúnni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þrábiður NATO að útvega sér herþotur. Pólverjar eiga rúmlega tuttugu rússneskar herþotur sem Úkraínumenn eru þjálfaðir á og vilja afhenda þær í gegnum bandaríska herstöð í Þýskalandi sem Bandaríkjamenn telja ekki ráðlegt því það kunni að stigmagna átökin við Rússa. Zelenskyy skoraði í dag á rússneska hermenn að leggja niður vopn í vonlausri baráttu við úkraínsku þjóðina sem aldrei muni gefst upp. „Ekki trúa herforingjum ykkar sem segja að þið eigið enn möguleika í Úkraínu. Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði. Þið eru að fella okkar fólk og við munum svara í sömu mynt. Við getum hlerað samskipti herforingja ykkar og vitum að þeir gera sér grein fyrir þessari stöðu. Það þarf að binda enda á þetta stríð, við þurfum að snúa aftur til friðar," sagði Úkraínuforseti í ávarpi sínu til rússneskra hermanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Ekkert lát er á straumi flóttafólks til nágrannaríkja Úkraínu í vestri og nú er talið að fjöldinn sé orðinn um 2,2 milljónir manna. Þá eru milljónir manna ýmist króaðar af í kjöllurum í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu við afar þröngan kost eða á faraldsfæti. Ástandið er einna verst í Mariupol í suðausturhluta Úktaínu þar sem börn, konur og gamalmenni hafa hafst við dögum saman og nú segir borgarstjórinn þar að matarbirgðir verði á þrotum eftir þrjá daga. Fullorðnir og börn féllu í árás á sjúkrahús Frá klukkan sjö í morgun til sjö í kvöld átti að ríkja vopnahlé á ákveðum leiðum frá um tíu borgum og bæjum þannig að hægt yrði að koma óbreyttum borgurum frá átakasvæðum. Slíkar tilraunir hafa margoft runnið út í sandinn í Mariupol þar sem borgarstjórinn segir lík liggja á víð og dreif á götum. Fólk reynir samt að bjarga sér við þessar ótrúlegu aðstæður. Nú síðdegis fordæmdi Zelenskyy Úkraínuforseti á Twitter sprengjuárás Rússa á fæðingarsjúkrahús í Maríupol og birti myndir þaðan. Sjúkrahúsið er nánast í rúst eftir árásina. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en forsetinn segir fullorðna og börn grafin í rústunum. Fólk flýr Irpin. AP Photo/Felipe Dana Aleksey Berntsev formaður Rauða krossins í Mariupol segir borgina lamaða. „Það er enginn húshitun, rafmagn, vatn, gas eða samband. Með öðrum orðum það virkar ekkert, engin heimilistæki. Vatni er safnað af þökum þegar það rignir," segir Berntsev. Rauða krossliðar heimsóttu meðal annars konur og börn sem voru í stórum hópi í kjallara og spurðu um helstu nauðsynjar. Þar var þeim sagt að öldruð kona þyrfti á hjartalyfjunum sínum að halda og börnin þyrftu að fá lyf við niðurgangi. Flýja með gamalmenni í innkaupakerrum Ástandið er einnig mjög slæmt í fjölmörgum borgum eins og Kharkiv og bæjarfélögum og úthverfum norður af Kænugarði. Gífurlega fjölmennar og þungvopnaðar rússneskar hersveitir nálgast höfuðborgina úr norðri og aðrar úr austri. Íbúar Irpin þar sem rúmlega sextíu þúsund manns búa flúðu fótgangandi í átt til Kænugarðs í dag. Þar voru aðallega konur, börn og gamalmenni á ferð sem nutu aðstoðar úkraínskra hermanna. Hermenn sáust hlaupandi með ungabörn og gamlar konur og karlar voru keyrð áfram í innkaupakerrum eða yngri menn báru þau á bakinu. Þar mátti einnig sjá einstaka gæludýr sem fólk greip með sér áflóttanum. Einn kattareigandinn horfði til himins og sagði: „Þeir ættu að loka lofthelginni svo við getum barist við Pútín.“ Öldruðum hefur verið hent í innkaupakerrur svo hægt sé að flýja með þá. AP Photo/Vadim Ghirda „Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði“ Þar stendur hnífurinn í kúnni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þrábiður NATO að útvega sér herþotur. Pólverjar eiga rúmlega tuttugu rússneskar herþotur sem Úkraínumenn eru þjálfaðir á og vilja afhenda þær í gegnum bandaríska herstöð í Þýskalandi sem Bandaríkjamenn telja ekki ráðlegt því það kunni að stigmagna átökin við Rússa. Zelenskyy skoraði í dag á rússneska hermenn að leggja niður vopn í vonlausri baráttu við úkraínsku þjóðina sem aldrei muni gefst upp. „Ekki trúa herforingjum ykkar sem segja að þið eigið enn möguleika í Úkraínu. Hér bíður ykkar ekkert nema fangelsi eða dauði. Þið eru að fella okkar fólk og við munum svara í sömu mynt. Við getum hlerað samskipti herforingja ykkar og vitum að þeir gera sér grein fyrir þessari stöðu. Það þarf að binda enda á þetta stríð, við þurfum að snúa aftur til friðar," sagði Úkraínuforseti í ávarpi sínu til rússneskra hermanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39