Lék sem framherji til þrettán ára aldurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 10:45 Kelleher fagnar sigrinum í deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs. Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira