Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 22:21 Svo virðist sem Pútín ætli ekki að draga úr innrás Rússa í Úkraínu á næstunni. Vísir/AP Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira