Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 19:21 Kona og barn koma yfir landamærin frá Úkraínu til Medykaí Pólandi í dag. Nú hefur um ein milljón manna flúið vestur yfir landamærin undan innrás Rússa. AP/Markus Schreiber Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira