Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:35 Íbúðahúsnæði í Kharkív hefur meðal annars orðið fyrir gríðarlegum skemmdum í árásum Rússa. Getty/State Emergency Service of Ukraine Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hugveitan Institute for the Study of War birti í gærkvöldi skýrslu um átökin í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að Rússar leggi mesta áherslu í sóknina að Kænugarði. Eftir um nokkurra daga pásu þar sem frekari birgðum var komið til hermanna hófst hún aftur í gær en gekk enn illa. Önnur sókn sem kemur úr austri gekk þó betur. Rússar hafa náð tökum á borginni Kherson en sitja um Mariupol og náðu að umkringja þá borg að fullu í gær. Ráðamenn í Mariupol og Kharkív hafa kvartað undan linnulausum loftárásum og skothríð úr fallbyssum en slíkar árásir virðast eiga sér stað víðs vegar um Úkraínu. Í Kharkív segja ráðamenn að minnst 34 almennir borgarar hafi fallið í árásum á undanförnum sólarhring. Sagðir vísvitandi gera árásir á innviði og íbúðahverfi Í skýrslu ISW segir að Rússar séu vísvitandi að gera árásir á innviði og íbúðahverfi í Mariupol og víðar. Markmiðið sé að gera íbúum lífið erfitt og þvinga borgirnar til uppgjafar. Þetta sé sambærilegt og Rússar gerðu ítrekaði í Sýrlandi á undanförnum árum. Umkringja borgir og þvinga þær til uppgjafar með ítrekuðum loftárásum gegn almennum borgurum. Sérfræðingar segja líklegast að Rússar muni ekki senda hermenn til Kænugarðs strax, heldur umkringja borgina eins og aðrar og koma í veg fyrir að vopn og birgðir geti borist þangað. Borgarstjóri Konotop tilkynnti íbúum sínum eftir fund með rússneskum hermönnum að Rússar hefðu sagt að bærinn væri umkringdur og ef borgarstjórinn gæfist ekki upp, yrði bænum rústað með stórskotaliðsárásum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá því í morgun að minnst ein milljón manna hefði flúið Úkraínu frá því innrásin hófst fyrir viku síðan. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sýrland Tengdar fréttir Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31