Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. mars 2022 05:49 Brunarústir brynvarins farartækis rússneska herins í Irpin í Úkraínu. Chris McGrath/Getty Images) Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira