Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. mars 2022 05:49 Brunarústir brynvarins farartækis rússneska herins í Irpin í Úkraínu. Chris McGrath/Getty Images) Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira