Enski boltinn

Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrea Martínez og Kepa Arrizabalaga hafa verið par síðan í janúar.
Andrea Martínez og Kepa Arrizabalaga hafa verið par síðan í janúar. getty/robin jones

Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Kepa inn á fyrir vítakeppnina. Það herbragð heppnaðist ekki því Kepa varði ekki eitt einasta víti og skaut svo yfir úr síðustu spyrnu Chelsea.

Andrea Martínez, kærasta Kepa og fyrrverandi ungfrú heimur á Spáni, segir að hann hafi fengið ósanngjarna gagnrýni eftir leikinn gegn Liverpool.

„Eitt af því sem ég lærði þegar ég var í körfubolta er að lið er alltaf lið. Það eru engar hetjur og engir skúrkar,“ skrifaði Martínez á Instagram við mynd af samherjum Kepas að hughreysta hann.

„Að mínu mati er þetta mjög ósanngjörn staða og ég er ekki bara að tala um þetta sem gerðist núna. Alvöru stuðningsmenn verða að sýna stuðning í dag, ekki bara þegar við vinnum.“

Martínez og Kepa opinberuðu samband sitt í janúar en þau hafa verið að hittast í nokkra mánuði. Martínez var valinn ungfrú heimur á Spáni 2020. Hún stundaði körfubolta og lék meðal annars með yngri landsliðum Spánar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.