Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Fanndís Birna Logadóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. febrúar 2022 06:13 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar þjóð sína. Igor Golovniov/SOPA Images/LightRocket via Getty Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu. Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira