Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2022 19:03 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira