Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 20:01 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira