Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. febrúar 2022 07:37 Rússar hafa náð yfirráðum á Melitopol. AP Photo/Emilio Morenatti Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent