NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 21:14 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23