Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 19:45 Mikhail Noskov sendiherra Rússlands segir nasista fá að starfa óáreitta í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13