Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 14:10 Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi. Facebook Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka. Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45