Erlent

„Þetta er stríð“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir daginn í dag sorgardag.
Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir daginn í dag sorgardag. Getty/Jeff J Mitchell

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 

„Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. 

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. 

„Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. 

Klippa: Þetta er klikkun

„Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“

Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. 

„Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. 


Tengdar fréttir

Sprengjum rignir yfir Kænugarð

Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×