Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:08 Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í morgun. EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23