Veður

Veður­vaktin: Við­varanir enn í gildi og miklar sam­göngu­truflanir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Það verður smá verk að moka þennan bíl út sem er pikkfastur á bílastæðinu við Litlu kaffistofuna.
Það verður smá verk að moka þennan bíl út sem er pikkfastur á bílastæðinu við Litlu kaffistofuna. Vísir/Vilhelm

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag.

Stormurinn er ekki yfirgenginn og úast má við 20-25 m/s á höfuðborgarsvæðinu, rigningu eða slyddu og síðar snjókomu í dag. Sama má segja um Suðurland en þar getur vindur farið upp í allt að 28 m/s og það sama má segja um aðra landshluta. 

Ekkert ferðaveður er í kortunum í dag og talsverðar líkur á samgöngutruflunum. Þá er hárri ölduhæð spáð og hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Sýna þarf sérstaka aðgát við ströndina og þegar bátar eru festir við höfn. 

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Vestfjörðum en hættustig á Patreksfirði. 

Við munum fylgjast með framvindu mála hvað veður varðar hér í vaktinni að neðan í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×