Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 10:32 Frá heræfingum Rússa og Hvít-Rússa á síðustu vikum. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. Denis Pushilin, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Donetsk, hefur sent frá sér ávarp þar sem hann sagðist hafa skrifað undir skipun um herkvaðningu og kallaði á alla menn sem vopni gætu valdið til að taka upp vopn. Leonid Pasechnik, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Luhansk, gerði slíkt hið sama skömmu síðar. Yfirvöld í Kænugarði hafa þvertekið fyrir að til standi að gera árás á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Sjá einnig: Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Óttast er að Rússar, sem sagðir eru hafa komið um 190 þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu, ætli sér að gera innrás í landið. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Rússar gætu skapað átyllu til innrás í austurhluta landsins. Undanfarna daga hafa ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi ítrekað talað um meint þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu. Þessum yfirlýsingu hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Ljóst er að myndbandsávörp sem áðurnefndir leiðtogar aðskilnaðarsinna birtu í gær um nauðsyn þess að flytja almenna borgara til Rússlands vegna mikillar ógnar frá Úkraínuher höfðu verið tekin upp tveimur dögum áður. „Í dag, 18. febrúar, erum við að skipuleggja brottflutning almennra borgara til Rússlands,“ sagði Pushilin í ávarpi sínu sem hann hafði í raun tekið upp tveimur dögum áður. Hann lýsti því sömuleiðis yfir að von væri á árás frá Úkraínuher. Þegar myndbönd eru birt á Telegram, eins og þessi myndbönd voru, þá fylgja þeim svokölluð lýsigögn. Þau sýna meðal annars hvernær myndböndin voru tekin upp. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar þykir þetta til marks um að aðskilnaðarsinnar og Rússar séu að fylgja eftir fyrirframmótuðu handriti. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær sannfærður um að Valdimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið þá ákvörðun að gera aðra innrás í Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn hers Úkraínu að þeir hafi skráð minnst tólf skipti í dag þar sem aðskilnaðarsinnar hafi brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Í gær hafi þau verið 66. Í morgun hafa svo borist fregnir af því að einn hermaður hafi fallið í sprengjuárás frá aðskilnaðarsinnum. Hinu megin við víglínuna segja aðskilnaðarsinnar að Úkraínuher hafi skotið fjölda sprengja að þeim. Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Denis Pushilin, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Donetsk, hefur sent frá sér ávarp þar sem hann sagðist hafa skrifað undir skipun um herkvaðningu og kallaði á alla menn sem vopni gætu valdið til að taka upp vopn. Leonid Pasechnik, sem stýrir aðskilnaðarsinnum í Luhansk, gerði slíkt hið sama skömmu síðar. Yfirvöld í Kænugarði hafa þvertekið fyrir að til standi að gera árás á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Sjá einnig: Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Óttast er að Rússar, sem sagðir eru hafa komið um 190 þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu, ætli sér að gera innrás í landið. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Rússar gætu skapað átyllu til innrás í austurhluta landsins. Undanfarna daga hafa ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi ítrekað talað um meint þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu. Þessum yfirlýsingu hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Ljóst er að myndbandsávörp sem áðurnefndir leiðtogar aðskilnaðarsinna birtu í gær um nauðsyn þess að flytja almenna borgara til Rússlands vegna mikillar ógnar frá Úkraínuher höfðu verið tekin upp tveimur dögum áður. „Í dag, 18. febrúar, erum við að skipuleggja brottflutning almennra borgara til Rússlands,“ sagði Pushilin í ávarpi sínu sem hann hafði í raun tekið upp tveimur dögum áður. Hann lýsti því sömuleiðis yfir að von væri á árás frá Úkraínuher. Þegar myndbönd eru birt á Telegram, eins og þessi myndbönd voru, þá fylgja þeim svokölluð lýsigögn. Þau sýna meðal annars hvernær myndböndin voru tekin upp. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar þykir þetta til marks um að aðskilnaðarsinnar og Rússar séu að fylgja eftir fyrirframmótuðu handriti. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær sannfærður um að Valdimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið þá ákvörðun að gera aðra innrás í Úkraínu. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn hers Úkraínu að þeir hafi skráð minnst tólf skipti í dag þar sem aðskilnaðarsinnar hafi brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Í gær hafi þau verið 66. Í morgun hafa svo borist fregnir af því að einn hermaður hafi fallið í sprengjuárás frá aðskilnaðarsinnum. Hinu megin við víglínuna segja aðskilnaðarsinnar að Úkraínuher hafi skotið fjölda sprengja að þeim.
Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. 18. febrúar 2022 15:35
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03
Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað. 17. febrúar 2022 16:30
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05