West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 15:11 Declan Rice jafnaði metin fyrir West Ham á ögurstundu í dag. David Davies/PA Images via Getty Images Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira